HG: starfslok eftir 46 ár

Mynd: frosti.is

Jóhannes Helgi Sigurðsson, útiverkstjóri, lét af störfum hjá HG um áramótin síðustu eftir 46 ára starf. Um helming starfstímans vann hann hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. og hinn helming starfstímans undir merkjum HG, eftir sameininguna árið 1999. Jóhannes sinnti ýmsum störfum fyrir félagið og var útiverkstjóri frá árinu 2015.

Fyrirtækið þakkaði Jóhannesi Helga fyrir vel unnin störf undanfarna áratugi og óskaði honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.

DEILA