HG: Jónatan hættur eftir áratuga starf

Valdimar Steinþórsson, útgerðarstjóri, Jónatan Ingi Ásgeirsson og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri. Mynd: HG.

Jónatan Ingi Ásgeirsson, afleysingaskipstjóri á Stefni, lét af störfum hjá HG um síðustu áramót eftir áratugalangt starf. Síðustu 12 ár vann hann sem skipstjóri á Stefni en hafði áður starfað sem skipstjóri á rækjutogurnum Andey ÍS 440, Haffari ÍS 430 og á Valnum ÍS 020.

Jónatan hefur verið lengi til sjós en hann byrjaði að vinna við það 14 eða 15 ára gamall. Hann hefur því marga fjöruna sopið þegar kemur að fisk- og rækjuveiðum.

Forystumenn HG þökkuðu Jónatan fyrir vel unnin störf undanfarna áratugi og óskuðu honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.

DEILA