Heimildamyndin Stafræna Norðrið (Digital North – Coworking in the Arctic Circle) frumsýnd á YouTube

Ungir Ástralir dvöldu á Þingeyri síðasta vor og nýttu Blábankann til að vinna efni fyrir áhugaverða heimildarmynd um Stafræna Norðrið, fólk sem ferðast um og vinnur frá ýmsum stöðum á og við Norðurskaut jarðar.

Myndin þeirra um stafræna flakkara, „Digital North – Coworking in the Arctic Circle“ var frumsýnd á YouTube fyrir helgi.

Myndin var styrkt af Arctic Digital Nomads, verkefni Blábankans og samstarfsaðila.

Í myndinni koma fyrir ýmsir viðmælendur og þekktastan þeirra Chris Burkard, ljósmyndarann fræga, kannast flestir Vestfirðingar orðið vel við.

Í myndinni má sjá mikið frá Þingeyri, Dýrafirði og Vestfjörðum yfir höfuð, þ.á m. Blábankann, Tankinn, Arctic Fish, sjósundsklúbbinn Selina, Simbahöllina, sundlaugina, félagsheimilið, Dynjandisheiði, Björgunarsveitina Dýra o.fl. o.fl. (Ísland byrjar aðallega á mínútu 23).

Góða skemmtun við áhorfið!

DEILA