Flugeldar: áberandi minnst skotið af flugeldum í Reykjavík

Fram kemur í könnun Maskínu sem fram fór frá 16. til 20. desember 2022 að mun færri svarendur í Reykjavík hygðust skjóta upp flugeldum um áramótin en á öðrum landssvæðum. Í Reykjavík hugðust 43% skjóta upp flugeldum, en á öðrum landssvæðum var hlutfallið frá 50% upp í 63%. Á Norðurlandi var hlutfallið næstlægst eða 50%, í nágrannaveitarfélögum Reykjavíkur var það 53%.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum var hlutfallið 57% og var það aðeins hærra á Austurlandi 58% og Suðurlandi og Suðurnesjum 63%.

Einnig var spurt um hvort flugeldum hafi verið skotið upp um þarsíðustu áramót 2021/22 og voru svörin mjög sambærileg og svörin fyrir síðustu áramót. Í Reykjavík var hlutfallið einnig lægst eða 43%. Á Vesturlandi og Vestfjörðum 57% eins og um áramótin núna.

Fjöldi svarenda voru 967.

DEILA