Fljótandi gufubað: kostnaður hafnarinnar áætlaður 4,1 m.kr.

Gunnar Friðriksson, skip Björgunafélags Ísafjarðar. í Sundahöfn.

Áætlaður kostnaður Ísafjarðarhafnar við mögulega aðkomu hafnarinnar að fljótandi gufubaði við gamla olíumúlann er samkvæmt áætlun hafnarstjóra einkum kostnaður við að útbúa fleka og landgang.

Tölurnar eru hugsaðar til grundvallar ákvörðunar hafnarstjórnar um stuðning hafnarinnar við verkefnið ef af því verður.

Hafnarstjóri tók saman áætlaðan kostnað við að smíða fleka og landgang og er hann eftirfarandi:

Fleki 3.200.000 kr.

Landgangur 890.000 kr.

Tölurnar eru hugsaðar til grundvallar ákvörðunar hafnarstjórnar um stuðning hafnarinnar við verkefnið ef af því verður.

Í samantekt hafnarstjóra kemur fram að mögulega er hægt að nýta fleka sem þegar er til hjá höfninni.

Einnig kemur fram að mögulegt væri að nýta floteiningar sem eru í eigu hafnarinnar, sem þyrfti að laga og er áætlaður kostnaður við lagfæringu 300.000 kr.

Fyrir hafnarstjórninni liggur beiðni  Elenu Dísar Víðisdóttur, Gauta Geirssonar, Óla Rafns Kristinssonar og Tinnu Rúnar Snorradóttur, dags. 24. október 2022, um stöðuleyfi og mögulegt samstarf við byggingu fljótandi gufubaðs.

DEILA