Flateyri: allstórt snjóflóð í gærkvöldi

Kort Veðurstofu Íslands af snjóflóðinu.

Á vef Veðurstofu Íslands er greint frá því að í gærkvöldi kl 23:12 hafi snjóflóðaratsjá á Flateyri numið allstórt snjóflóð sem féll í Miðhryggsgili innan við Flateyri sem stöðvaðist um 40 m ofan við veg.

Myndin sýnir gögn frá ratsjánni og útbreiðslu flóðsins. Mesti hraði var mældur um 54 m/s. Í fréttinni segir að snjóflóðið hafi komið á óvart þar sem veðrið var að mestu gengið niður en sé að sama skapi vísbending um að það þurfi ekki mikið álag til að setja af stað snjóflóð.

Veðurstofna segir að búast megi við að svipaðar aðstæður geti leynst víða á landinu þar sem nýr snjór hefur safnast og er útivistarfólk hvatt til að fara með gát ef ferðast er um brattar hlíðar með nýjum snjó.

DEILA