Einn Vestfirðingur er í 100 ára hópnum

Í dag eru 47 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 105 ára. Hún er búsett á Suðurlandi. Einn Vestfirðingur er í þessum hópi.

Flestir einstaklingar 100 ára og eldri eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 31 talsins. Annars dreifist þetta nokkuð jafnt eftir landshlutum en næst flestir búa á Suðunesjum en þar eru 5 einstaklingar orðnir aldargamlir. Fjórir eru búsettir á Suðurlandi, einnig fjórir á Norðurlandi og einn á Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum.

Tuttugu og átta eru 100 ára, sjö eru 101 árs, fjórir eru 102 ára, tveir eru 103 ára, fimm eru 104 ára og loks einn sem er 105 ára.

DEILA