Hluti af nýja veginum yfir Dynjandisheiði mun liggja um land jarðarinnar Langa Botn í Geirþjófsfirði. Landeigandinn Eyjavinir ehf hefur sótt um stofnun vegsvæðis um Dynjandisheiði fyrir þjóðveg nr.60. Breidd vegsvæðisins er 20 metrar frá miðlínu vegar til beggja handa og er samtals 375.828 fermetrar. Lengdin er samkvæmt þessu rúmir 9 km. Vegagerðin kaupir landið af eiganda jarðarinnar. Beðið er svara við fyrirspurn Bæjarins besta um kaupverð.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
