Rækjuveiðar ganga vel í Ísafjarðardjúpi. Veiðar hófust eftir áramótin í síðustu viku. Skipin eru að landa fimm til tólf tonnum á dag og eru komin um 80 tonn að landi. Þrír bátar stunda veiðarnar þetta árið; Halldór Sigurðsson ÍS 14, Valur ÍS 20 og Ásdís ÍS 2. Skipin landa rækjunni til rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. á Ísafirði.
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir Ísafjarðardjúp í vetur var 523 tonn. Enginn kvóti var gefinn út síðasta vetur.