Bolungavík: deiliskipulag að nýju hverfi afgreitt

Bæjarstjórn Bolungavíkur afgreiddi deiliskipulag að nýju Lundahverfi og frístundahverfi við Hólsá á fundi sínum í fyrradag. Verður deiliskipulagið nú sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og í framhaldi birt auglýsing í B-deild stjórnartíðinda um gildistöku deiliskipulagssins.

Í Lundahverfi eru 20 lóðir með allt af 50 íbúðir í einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum. Í frístundahverfinu við Hólsána verða 10 frístundahús.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að það styttist í að úthlutun lóða gæti hafist. Mikill áhugi fyrirtækja og einstaklinga væri á lóðunum og að bæjaryfirvöld gerðu ráð fyrir háværum hamarshöggum í Lundahverfinu í þegar vor.

Yfirlitsmynd yfir Lundahverfið og frístundasvæðið við Hólsá.

DEILA