1505 erlendir ríkisborgarar á Vestfjörðum

Súðavík. Þar eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarará Vestfjörðum. Mynd: Þorsteinn Haukur.

Á Vestfjörðum voru þann 1. desember síðastliðinn 1.505 erlendir ríkisborgarar með lögheimili. Alls voru 7.370 manns með lögheimili í fjórðungnum og hlutfall erlendra ríkisborgara því 20,4% af íbúunum. Er það næsthæsta hlutfall á landinu. Aðeins á Suðurnesjum voru hlutfallslega fleiri útlendingar, en þar voru 26,7%. Meðaltalið fyrir landið er 16,7%. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra 10,1% og svo á Norðurlandi vestra 10,8%. Eru þetta þau landsvæði sem eru með langlægst hlutfall erlendra ríkisborgara.

Reykhólahreppur er það sveitarfélag á Íslandi sem er með fæsta erlenda ríkisborgara eða aðeins 2,9%. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 57,7% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang.

Á Vestfjörðum eru tvö sveitarfélag með fleiri en 30% íbúanna með erlent ríkisfang. Í Súðavíkurhreppi er hlutfallið 33,3% og 30,2% í Vesturbyggð. Nærri helmingur allra erlendu ríkisborgaranna á Vestfjörðum eru búsettir í Ísafjarðarbæ eða 744 af 1.505. Í Vesturbyggð eru þeir 354 og 213 í Bolungavík.

Úr töflu Þjóðskrár um fjölda útlendinga á Íslandi.

DEILA