Vesturbyggð: tekin lán lækka

Frá Patreksfirði. Leikskólinn Araklettur.

Með breytingum á fjárhagsáætlun ársins fyrir Vesturbyggð, sem bæjarstjórn afgreiddi fyrir jól, lækka tekin lán ársins úr 250 m.kr. í 216,7 m.kr. eða um 33,7 m.kr. Skýringarinnar er að leita annars vegar í því að hafnarframkvæmdum fyrir 17 m.kr. er frestað til næsta árs og hins vegar að tekjur af útsvari og fasteignagjöldum urðu hærri en áætlað var í fjárhagsáætlun um 48,5 m.kr. eða um 5,8%.

3,5 m.kr. til kaupa á leiktækjum

Bætt er við fjármagni á þessu ári til kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal fyrir 3,5 m. kr. Útgjaldaaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum sem eru umfram áætlun.

DEILA