Vesturbyggð: skipulag við nýtt hverfi á Bíldudal á lokastigi

Skipulags- og mannvirkjanefnd Vesturbyggðar hefur gert breytingar á deiliskipulagi íbúðahverfis á jörðinni Hóll á Bíldudal í samræmi við athugasemdir sem Skipulagsstofnun gerði. Málið fer því aftur fyrir bæjarstjórn og að fengnu samþykki þar var skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deiliskipulaginu.

Fjölbýlishús sem var í skipulaginu var fellt út og kemur raðhús í staðinn og fækkar íbúðum um eina og verða þær 58 eftir breytinguna. Þá var einnig felldur út reitur fyrir hreinsistöð.

Svæðið Hóll er 5,2 hektara svæði með lágreistri byggð einbýlis‐, par‐ og raðhúsa.

DEILA