Vesturbyggð: lækka laun starfshópa

Ráðhús Vesturbyggðar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerði nýja samþykkt í vikunni um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar. Aðeins ein breyting var gerð. Laun starfshópa og vinnuhópa sem bæjarstjórn setur á fót verður 2% af þingfararkaupi Fyrir hvern setinn fund en var 2,5% áður. Þingfararkaup er nú 1.345.582 kr. Laun fyrir hvern fund verða því 26.911 kr. en voru áður 33.640 kr.

Annað verður áfram óbreytt. Bæjarfulltrúar fá fasta mánaðargreiðslu 5% af þingfararkaupi og 2,5% fyrir hvern bæjarstjórnarfund. Fyrir setu í bæjarráði fást til viðbótar 1,7% fastagreiðsla á mánuði og 2,5% fyrir hvern bæjaráðssfund.

Fyrir einn bæjarstjórnarfuld og tvo bæjarráðsfundi á mánuði er greitt 10% af þingfararkaupi í fasta greiðslu og 7,5% fyrir fundina, samtals 17,5% af þingfararkaupi eða 235.477 kr.

DEILA