Vesturbyggð: 4,3 m.kr. í strandveiðigjald

Patrekshöfn.

Fiskistofa mun á næstunni greiða rúmar 4,3 milljónir króna til hafnasjóðs Vesturbyggðar vegna sérstaks strandveiðigjalds. Gjaldið var innheimt í sumar af strandveiðibátum og skiptist greiðsla hvers báts á þær hafnir sem landað var í og í samræmi við hlut hverrar hafnar af heildarafla bátsins.

Hlutur hafna innan Vesturbyggðar er eftirfarandi:

Bíldudalshöfn: 523.478 kr.
Brjánslækjarhöfn: 128.791 kr.
Patrekshöfn: 3.665.148 kr.

Samtals nemur hlutur Vesturbyggðar 4.317.417 kr. sem Fjársýsla ríkisins mun senda vestur á næstunni.

DEILA