Vestfirðir: íbúum fjölgaði um 2,3%

Frá Norðurfjarðarhöfn í Árneshreppi.

Íbúum með lögheimili á Vestfjörðum fjölgaði um 2,3% síðustu 12 mánuði frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022. Er Það heldur undir fjölguninni á landsvísu sem varð 3,4%. Á aðeins tveimur landssvæðum varð íbúafjölgunin meiri en landsmeðaltalið. Það er á Suðurnesjum , þar sem fjölgunin varð 6,6% og á Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,3%.

Á fjórum landssvæðum varð hlutfallslega minni fjölgun en á Vestfjörðum. Það er á Vesturlandi með 0,6% fjölgun, Norðurlandi vestra þar sem varð aðeins 0,4% fjölgun, á Austurlandi varð 2% íbúafjölgun og á Norðurlandi eystra varð 2,2% fjölgun. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,7%.

Í beinum tölum þá fjölgaði á Vestfjörðum um 168 manns á síðustu 12 mánuðum. Þann 1. desember sl. voru 7.372 manns búsettir á Vestfjörðum.

Mest varð fjölgunin í Vesturbyggð, en þar bættust 42 við íbúatöluna og voru 1.173 þar búsettir um síðustu mánaðamót. Næst mest fjölgun varð í Bolungavík eða 34 og eru íbúar þar 989 og nálgast 1.000 íbúa markið. Búist er við því að það náist fljótlega á nýju ári. Flestir eru búsettir í Ísafjarðarbæ eða 3.873 og þar fjölgaði um 32 á árinu.

Fjölgun varð í öllum 9 sveitarfélögum á Vestfjörðum. Hlutfallslega varð hún mest í Árneshreppi 22% og minnst í Strandabyggð 0,5%. Umtalsverð fjölgun varð í Súðavík, Kaldrananeshreppi og á Tálknafirði.

Íbúatölur á Vestfjörðum m.v. 1.desember.

DEILA