V-Barð. :óformlegar sameigingarviðræður að hefjast

Frá Patreksfirði.

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa samþykkt að ráða KPMG til ráðgjafar við óformlegar sameigingarviðræður milli sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna verkefnisins verði 6,5-7 m.kr. en auk þess kemur til vsk. á allar fjárhæðir.

KPMG mun skila verkkaupa niðurstöðum verkefnisins sem lagðar verða fyrir kjörna fulltrúa. Sveitarstjórnirnar taka síðan ákvörðun um framhald málsins, s.s. um hvort farið verði í formlegar sameiningarviðræður.

Þjónusta KPMG felur í sér:
— Verkefnisstjórn.
— Greining á núverandi stöðu, áherslur, áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna.
— Rýna valkosti og þróa sviðsmyndir til framtíðar.
— Íbúafundir í báðum sveitarfélögum.
— Niðurstöður lagðar fyrir sveitarstjórnir.

Af hálfu Vesturbyggðar verður bæjarráð í verkefnisstjórninni , en það skipa Anna Vilborg Rúnarsdóttir, Jón Árnason og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir. Frá Tálknafjarðarhreppi eru Jenný Lára Magnadóttir, Jóhann Örn Hreiðarsson og Lilja
Magnúsdóttir í verkefnisstjórninni. Jón Ingi Jónsson verður varafulltrúi.

DEILA