V-Barð. :óformlegar sameigingarviðræður að hefjast

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa samþykkt að ráða KPMG til ráðgjafar við óformlegar sameigingarviðræður milli sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna verkefnisins verði 6,5-7 m.kr. en auk þess kemur til vsk. á allar fjárhæðir.

KPMG mun skila verkkaupa niðurstöðum verkefnisins sem lagðar verða fyrir kjörna fulltrúa. Sveitarstjórnirnar taka síðan ákvörðun um framhald málsins, s.s. um hvort farið verði í formlegar sameiningarviðræður.

Þjónusta KPMG felur í sér:
— Verkefnisstjórn.
— Greining á núverandi stöðu, áherslur, áskoranir og tækifæri sveitarfélaganna.
— Rýna valkosti og þróa sviðsmyndir til framtíðar.
— Íbúafundir í báðum sveitarfélögum.
— Niðurstöður lagðar fyrir sveitarstjórnir.

Af hálfu Vesturbyggðar verður bæjarráð í verkefnisstjórninni , en það skipa Anna Vilborg Rúnarsdóttir, Jón Árnason og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir. Frá Tálknafjarðarhreppi eru Jenný Lára Magnadóttir, Jóhann Örn Hreiðarsson og Lilja
Magnúsdóttir í verkefnisstjórninni. Jón Ingi Jónsson verður varafulltrúi.