Uppskrift vikunnar – Jólaísinn

Mörgum finnst ómissandi að búa til sinn eigin ís fyrir jólin. Þessi uppskrift er mjög góður grunnur, svo hreinlega velur viðkomandi bara hvaða bragðefni hann vill nota. Hjá mér eru appelsínur mjög vinsælar sem og bara hrein vanilla. Endilega bara velja það sem ykkur finnst gott og bæta út í og um að gera að leika sér.

Innihald:

500 ml rjómi
4 egg
1 msk vanilludropar
hnífsoddur salt
8 msk flórsykur

Aðferð:

Þeytið egg og flórsykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.

Bætið salti og vanilludropum saman við og hrært áfram.

Saxið hvað hráefni sem þið ákveðið að nota smátt.

Þeytið rjómann sér og blandið því öllu saman varlega með sleif.

Setjið blönduna í form og í frysti.

Best er að gera ísinn kvöldinu áður.

Verði ykkur að góðu og gleðileg jól!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA