Tveir skipverjar í sínum seinasta túr á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270

Frá vinstri Njáll Flóki Gíslason skipstjóri, Halldó L. Sigurðsson, netamaður, Kristján Karlsson, vélstjóri og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri. Mynd:HG

Frá því er greint á vefsíðu Hraðfrystihússins Gunnvör hf í Hnífsdal að skipsfélagarnir Kristján Karlsson vélstjóri og Halldór L. Sigurðsson netamaður hafi lokið sínum síðasta túr á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 eftir áratuga störf um borð. 

Kristján hóf störf sem vélstjóri á skipinu 13. nóvember 1989 þegar það kom nýsmíðað til landsins og hefur því starfað þar um 33 ára skeið. Sjómennsku hefur hann stundað í 52 ár því áður var hann m.a. á Sigurey, Guðmundi í Tungu og Selá. 

Halldór hefur undanfarin 17 ár verið netamaður á Júlíusi, en sjómennskan spannar 42 ár því áður var hann m.a. á Hrafni, Sléttanesi og Framnesi. 

Fyrirtækið þakkar þessum starfsmönnum sínum fyrir vel unnin störf undanfarna áratugi og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

DEILA