Súðavík: vonast til að tímaáætlun um byggingu kalkþörngaverksmiðju standist

Langeyri í júní sl. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík segir að það flýti auðvitað ekki fyrir byggingu kalkþörungaverksmiðjunnar á Langeyri að dráttur verði á uppdælingu í Skutulsfirði við Sundabakkann, þar sem Álfsnes hefur verið sett í önnur verkefni. 2Held samt að gróf tímaáætlun okkar standist. Lagt var upp með að verkefnið færi af stað í lok árs 2025, byggt á áformum Ískalk um tímasetningar. Ég bind auðvitað vonir við að það standist.“ sagði Bragi Þór.

„Fyrirstöðugarður er klár og allt sem snýr að skipulagi, en næsta verkefnið er að jafna lóðina (landslag) fyrir ofan fyrirstöðugarðinn og fara í lagnavinnu þar. Það verður óháð því hvort uppdæling verði á tilsettum tíma.“

DEILA