Sameinig héraðsdómstóla: stjórnarþingmaður efast

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm. Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi setur fram efasemdir um fyrirhugaða sameiningu héraðsdómstóla landsins í einn dómstól í Reykjavík. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst flytja í vetur lagafrumvarp um sameininguna og boðar að færð verði verkefni til núverandi héraðsdómstóla starfsmönnum fjölgað á starfsstöðvunum. Halla Signý segir að sporin hræði.

Hún segir í færslu á facebook: „Eins og segir í fréttatilkynningu að „Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta“Ég spyr af hverju þessi göfugu markmiðum sé ekki hægt að ná innan þess fyrirkomulags sem er fyrir?“

Fólk þarf að fara suður

Þá segir Halla Signý að í tillögum starfshópsins komi fram að “ allir héraðsdómarar starfi við sama dómstól og að úthlutun allra mála sem rekin verða í héraði verði á hendi eins dómstjóra. Jafnframt að dómstjóri geti úthlutað málum án tillits til þess hvar dómarar og dómarafulltrúar hafi fasta starfsstöð og án tillits til þess við hvaða starfsstöð málin verði rekin. „

Þetta gæti þýtt að mati Höllu Signýjar að „það verði héraðsdómari á starfsstöð út á landi t.d. á Ísafirði, sem fær starfsstöð líka fyrir sunnan og endar sem flökkudómari sem ekki hér á svæðinu nema þeir neyðist til þess, líkt og staðan hefur verið undanfarna mánuði á Vestfjörðum og fólk þarf að ferðast á sinn kostnað til að mæta fyrir dómara í Reykjavík.“

Þurfa að fara suður til að mæta í dóm

Niðurstaðan í pistli Höllu Signýjar Kristjánsdóttur er:

„Það er mikilvægt að allir landsmenn hafi greiðan aðgang að dómara þegar á þarf að halda auk þess sem mikilvægt er að lögreglan hafi greiðan aðgang í sínu umdæmi að dómara.Er ekki verið að fara yfir lækinn til að ná í vatnið sem í þessu sambandi er hagræðing og betri mannauður. Hvað með þjónustu við íbúa, jafnrétti til búsetu og þau mannréttindi sem borgarar þessa lands eiga að búa við?“

Halla Signý segir að núverandi héraðsdómari hafi verið í veikindaleyfi síðan í sumar og afleysingadómari hans er jafnframt dómari í Reykjavík. Það hafi komið fyrir að fólk hafi þurft að fara suður í dóm , sem er sannarlega fyrirtaka í Héraðsdómi Vestfjarða og þá er það ferð á þeirra kostnað plús að greiða ferð og uppihald fyrir td. verjanda sinn.

DEILA