Pétur Bjarnason kveður Vestra

Pétur Bjarnason, fyrrverandi leikmaður Vestra.

Greint er frá því á vefsíðu Vestra að Pétur Bjarnason hafi ákveðið að söðla um og flytja til Reykjavíkur og muni því ekki leika með Vestra á næsta tímabil. Stjórn knattspyrnudeildar Vestra þakkar Pétri fyrir öll þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar hjá nýju félagi. Pétur hóf feril sinn árið 2014 þá aðeins 16 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril fyrir vestan. Leikirnir eru orðnir 211 og mörkin 76 talsins. 

DEILA