Patreksfjörður : 546 tonna afli í nóvember

Vestri BA í Patrekshöfn í byrjun mánaðarins. Mynd: Patrekshöfn.

Fimm skip og bátar voru á veiðum frá Patreksfirði í síðasta mánuði. Togarinn Vestri BA var á botntrolli og fór fjórar veiðiferðir og landaði 209 tonnum. Patrekur BA var á dragnót og fór 10 veiðiferðir og kom með 100 tonn að landi.

Núpur BA var á línu og kom með 206 tonn að landi eftir 5 veiðiferðir. Línubátarnir Agnar BA og Sindri BA öfluðu samtals 30 tonn. Agnar BA var með 27 tonn eftir 9 veiðiferðir og Sindri BA 3 tonn í fjórum ferðum.

DEILA