Opin bók í Edinborgarhúsinu

Laugardaginn 3. desember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins.

Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.

Fram koma fimm rithöfundar og lesa úr bókum sínum en það eru:

Benný Sif Ísleifsdóttir – Gratíana

Bergsveinn Birgisson – Þormóður Torfason: Dauðamaður og dáður sagnaritari

Elísabet Jökulsdóttir – Saknaðarilmur

Þórarinn Eldjárn – Tættir þættir

Örvar Smárason – Svefngríman

DEILA