Kjarasamningarnir samþykktir á Vestfjörðum

Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins voru samþykktir í almennri atvæðagreiðslu félagsmanna í öllum 17 félögum innan Starfsgreinasambandsins. Samtals greiddu 86% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni atkvæði með samningunu og 11% voru á móti. Tæp 17% félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslunni.

Í Verkalýðsfelagi Vestfirðinga var þátttakan 20% og 91% studdu samningana en 8% voru á móti. Samningarnir voru einnig samþykktir í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur. Þar var mesta þátttakan af félögunum 17 eða 34,5%. Þar sögðu 76% já og 24% nei.

DEILA