Kjarasamningar. 61.661 kr. kauphækkun í fiskvinnslu

Atkvæðagreiðslu lýkur í dag um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins. Bæði Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur eiga aðild að samningnum. Formenn beggja félaganna hafa lagt áherslu á að samningurinn sé hagstæður fiskvinnslufólki.

Í dæmi um kauphækkunina sem Verkalýsðfélag Vestfirðinga hefur birt kemur fram að mánaðardagvinnulaun fiskvinnslufólks í launaflokki 9 og 5 ára starfsaldursþrepi hækka um 13%, fara úr 382.876 kr. í 432.938 kr. Bónusgreiðslan verður 101.174 kr. en er nú 95.505 kr. og hækkar um 6%.

Ofan á þessar tölur bætist við orlofsgreiðsla 10,64%. Heildarlaunin hækka við kjarasamningninn úr 529.281 kr. upp í 590.942 kr. á mánuði miðað við ofangreindar forsendur. Hækkunin er 61.661 kr. eða 11,6%.

DEILA