Ísafjörður: erindi Skipanaustar enn ekki afgreitt

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vísaði nú í desember öðru sinni til skipulags- og mannvirkjanefndar erindi frá Skipanaust ehf dags 30.11. 2021 um endurnýjaðan lóðarleigusamning fyrir Suðurtanga 6, Ísafirði með þeim rökum að ákveðið hafi verið í september 2022 að endurskoða deiliskipulagið á Sundabakka, því væri rétt að endurskoða deiliskipulagið á Suðurtanga í heild sinni.

Í byrjun apríl 2022 var erindinu vísað aftur til nefndarinnar en hún hafði lagt til við bæjarstjórn að orðið yrði við erindinu. Í nóvember gerir skipulags- og mannvirkjanefndin aðra tillögu og lagði nú til að gerður yrði lóðar-leigusamningur til 10 ára.

Skipulags- og mannvirkjanefndin kom saman að nýju 22. desember og leggur nú til að heimila endurskoðun á deiliskipulagi á Suðurtanga -íbúðar og þjónustusvæði sem samþykkt var 5. nóv. 2015. Jafnframt leggur nefndin til að íbúðarbyggð verði látin víkja fyrir léttum iðnaði og safnasvæði og útivist verði gefið meira rými í skipulaginu.

Ekkert er minnst á umsóknina um endurnýjun lóðarsamningsins í þessari þriðju tillögu nefndarinnar um málið.

DEILA