Ísafjarðarbær: tekjur hækka um 11%

Ísafjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tekjur A hluta Ísafjarðarbæjar, þ.e. bæjarsjóðs, hækka samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2023 um 600 milljónir króna eða um 11,1%. Þær verða 5.800 milljónir króna en voru 5.216 m.kr. í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

Beinir skattar á gjaldendur eru stærsti tekjuliðurinn. Tekjur af útsvari munu skila 2.800 milljónum króna og hækka frá áætlun þesssa ársum 260 m.kr. eða um 10,2%. Fasteignaskattur skilar 514,7 m.kr. á næsta ári sem er hækkun um 79 m.kr. frá áætlun þessa árs sem var 435,3 m.kr. Það er um 18% hækkun tekna milli ára.

Þá hækka tekjur af lóðarleigu verulega og verða 100,3 m.kr. skv. fjárhagsáætlun næsta árs en voru áætlaðar 87,5 m.kr. á þessu ári. Hækkunin er nærri 15%.

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru taldar verða 1.186 m.kr. á næsta ári og hækka um nærri 24% frá áætluðu framlagi sjóðsins á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun , en það var 959 m.kr.

Aðrar tekjur bæjarsjóðs verða 1.262 m.kr. á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni en voru áætlaðar 992 m.kr. fyrir yfirstandandi ár. Hækkunin er um 27%.

Stærsti tekjurliðurinn í öðrum tekjum eru tekjur hafnasjóðs. Þær hækka úr 467 m.kr. í 527 m.kr. á næsta ári sem eru 13%. Tekjur Fasteigna Ísafjarðarbæjar koma næst. Þær eru áætlaðar verða 219 m.kr. á næsta ári. Tekjur af fráveitu falla undir þessan lið og þær eru áætlaðar 110 m.kr. á næsta ári og vatnsgjald skilar 72 m.kr.

Fasteignagjöldin munu því skila samtals 797 m.kr. á næsta ári samkvæmt fjárhagsaætluninni.

DEILA