Ísafjarðarbær: lagt til að útsvar hækki um 0,22%

Kristín á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Mynd/ Jón Björn, ifsport.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósentan hækki um 0,22% og verði 14,74%. Hækkun hámarksútsvars mun renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er nú 0,99% og verður hlutfallið því hækkað um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%.

Á móti hækkuninni mun ríkið lækka tekjuskattsálagningu sína um sama hlutfall og því munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Í raun er þetta tilfærsla af skatttekjum í staðgreiðslu frá ríki til sveitarfélaga þar sem jöfnunarsjóðurinn útdeildir fénu til sveitarfélaganna til þess að standa undir auknum kostnaði við málefni fatlaðra.

Áætlað er að breytingin þýði að 5 milljarðar króna bætast við í málefni fatlaðra á ári.

DEILA