Ísafjarðarbær: 380 þús kr í jólaskreytingar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu menningarmálanefndar um ráðstöfun óúthlutað fjár í menningarstyrkjasjóði ársins 2022. Afgangurinn kom til vegna viðburða sem styrkja átti en voru ekki haldnir. Nefndin lagði til að keyptar verði jólaskreytingar og jólaljós fyrir þetta fjármagn, gerður viðauki til færslu fjármagns milli deilda og að óskað verði eftir að þjónustumiðstöð setji skreytingar og ljós upp fyrir jólin 2022.

DEILA