Ísafjarðarbær: 35 starfsmenn hafa ekki verkfallsheimild

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt lista yfir þá starfsmenn sem hafa ekki verkfallsheimild. Skylt er að yfirfara listann árlega og auglýsa hann í stjórnartíðindum. Fram kemur í minnisblaði mannauðsstjóra að Þroskaþjálfafélag Íslands hafi veitt samþykki sitt fyrir því að starf deildarstjóra og forstöðumanns í skammtímavistun væri undanþegið verkfallsheimild , en beiðni um undanþágu fyrir forstöðumann Hvestu var hafnað. Önnur stéttarfélög gerðu ekki athugasemdir og samþykktu undanþágubeiðnir.

I. Listi yfir þau störf sem falla undir 6.-8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga
opinberra starfsmanna
, þ.e. embættismenn sveitarfélagsins , forstöðumenn stofnana og annarrar starf sem til þeirra verður jafnað. Alls 26 störf:

Bæjarstjóri 1 staða
Bæjarritari/sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs 1 staða
Sviðsstjóri velferðarsviðs 1 staða
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs 1 staða
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs 1 staða
Fjármálastjóri 1 staða
Deildarstjóri í málefnum fatlaðra 1 staða
Deildarstjóri launadeildar 1 staða
Launafulltrúi 1 staða
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Flateyri, Ísafirði og Suðureyri 1 staða
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Þingeyri 1 staða
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar 1 staða
Forstöðumaður skammtímavistunar 0,1 staða
Skólastjórar grunnskóla 4 stöður
Aðstoðarskólastjóri 1 staða
Leikskólastjórar 4 stöður
Aðstoðarleikskólastjóri 1 staða
Hafnarstjóri 1 staða
Slökkviliðsstjóri 1 staða
Aðstoðarslökkviliðsstjóri 1 staða
Umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðar 1 staða

II. Listi yfir þau störf sem falla undir 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga
opinberra starfsmanna.
(Þeirra sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu.) 9 störf.

Varðstjóri slökkviliðs 1 staða
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 1 staða
Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Sindragötu og Fjarðarstræti 1 staða
Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Pollgötu 0,9 staða
Forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu 1 staða
Starfsmenn stuðningsþjónustu 2,2 stöður
Starfsmenn á dagdeild aldraðra Ísafirði 1,8 staða
Starfsmenn Hvestu hæfingarstöðvar og skammtímavistunar Öll stöðugildi. Miðað er við
lágmarksmönnun.
Starfsmenn sólahringsþjónustu Pollgötu, Fjarðarstræti og Sindragötu Öll stöðugildi. Miðað er við
lágmarksmönnun á hverju heimili.

DEILA