Hóll í Firði: Skipulagsstofnun gerir athugasemdvið deiliskipulag

Skipulagsstofnun hefur gert formlega athugasemd við deiliskipulagskipulag Stekkjarlæksbakka í Önundarfirði á jörðinni Hóll í Firði.

Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 3. nóvember 2022. Svæðið er 7,2 ha og gert er ráð fyrir fimm frístundalóðum með frístundahús og/eða geymslu allt að 150 fermetrar að stærð á hverri lóð.

Skipulagsstofnun segir að staðsetning byggingarreita uppfylli ekki ákvæði skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð milli bygginga og vega. Auk þess þarf gera grein fyrir vatnsverndarsvæði og afmarka verndarsvæði þess og leita umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits.

Taka þarf athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu í bæjarstjórn svo málið þarf að fara að nýju fyrir bæjarstjórn.

DEILA