Hjörð húsa í Hjarðardal

Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun á landrými fyrir hótel og íbúðabyggð í Hjarðardal ytri í Önundarfirði. Drög að hugmynd er komin fram um 36 nokkuð stórar og áhugaverðar lóðir fyrir einbýlishús og lúxushótel sem gæti verið með 40-50 herbergjum. Á þessum tímapunkti vilja eigendur jarðarinnar kynna verkefnið svo það komi uppbyggileg umræða í samfélaginu til að þróa það lengra. Elías Guðmundsson nemi í arkitektúr við LHÍ kynnir verkefnið fyrir eigendur. Kynningin fer fram á Holt Inn sveitahóteli miðvikudaginn 28.desember kl 17:00 og eru allir velkomnir á kynninguna.

DEILA