Hafnir: þörf fyrir 70 milljarða kr. framkvæmdir

Viking Sky í Sundahöfn í fyrrasumar.

Í ályktun síðasta Hafnasambandsþings sem haldið var i lok október sl segir að nýleg samantekt Hafnasambandsins sýni að áætluð þörf fyrir nýframkvæmdir í höfnum hérlendis er metin uppá nær 70 milljarða króna fram til ársins 2031.

Helmingur viðlegukantar og landfylingar

Langstærsti hluti þessarar framkvæmda er vegna nýrra viðlegukanta eða um 27 milljarðar og um 10 milljarðar til landfyllinga fyrir ný hafnarsvæði. Þá er kostnaður vegna orkuskipta og uppbyggingar á raforku og háspennubúnaði
metinn hátt í 20 milljarða. Til viðbótar er áætluð þörf vegna endurbyggingar á núverandi hafnarmannvirkjum metin á liðlega 12 milljarða króna fram til ársins 2025.

Uppbygging aðstöðu fyrir nýja grein ferðaþjónustunnar, erlend skemmtiferðaskip er verulegur hluti af þessari framkvæmdaþörf eins og til dæmis á Ísafirði.

Í ályktun Hafnasambandsþingsins segir að þessar tölur sýni með skýrum hætti að fjölmörg stórverkefni eru fram undan við að styrkja og bæta aðstöðu í höfnum landsins til að þjóna aukinni skipaumferð og ekki síður til að mæta kröfum um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum og áhrifum vegna hækkunar sjávarstöðu. Stjórnvöld verði að trygga að hafnir hafi næga tekjustofna og fjárframlög til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaði þessu fylgjandi.

DEILA