Hafnasambandið: hvalaskoðunarfyrirtæki greiði farþegagjald

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Hafnasamband sveitarfélaga ályktaði um farþegagjald sem rennur til hafna á þingi sambandsins í lok október sl. Segir í ályktuninni að skorað er á ráðherra innviðarmála að skerpa á ákvæðum hafnarlaga um farþegagjald.

„Eðlilegt er að tekið sé gjald af ferðaþjónustu til að standa undir rekstri og fjárfestingum í höfnum. Skýra þarf sérstaklega að sú aðstaða sem þegar er fyrir hendi og nýtt er af hafnsækinni ferðaþjónustu, falli undir ákvæði laganna og reglugerða.“

Á þinginu tók Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð sæti í stjórn Hafnasambandsins og tók við af forvera sínum í stóli bæjarstjóra Rebekku Hilmarsdóttur. Bæjarins besta innti hana eftir því hvers vegna þyrfti að skerpa á ákvæðum laganna um farþegagjald og vísaði þá Þórdís til t.d. hvalaskoðunarskipa.

DEILA