Fútsal mót á Vestfjörðum

Íþróttasalurinn í Bolungavík.

Tveir Pólverjar, Damien og Daniel komu fyrir nokkrum mánuðum á fót dagskeppni á Vestfjörðum í fútsal, sem er innanhússknattspyrna með 8 leikmönnum af báðum kynjum í hverju liði þar sem fjórir eru inn á hverju sinni. Leiktíminn eru 20 mínútur. Þessi íþrótt er vinsæl í heimalandi þeirra og víðar um heim. Keppnin gekk svo vel að ákveðið var að efna til stærra móts. Hefur verið keppt á hverjum sunnudegi og nú á laugardaginn kemur lýkur mótinu sem staðið hefur í tvo og hálfan mánuð.

Keppt er í íþróttahúsinu í Bolungavík og fengu þeir Damien og Daniel með aðstoð Einars Geirs Jónassonar fjárhagslegan stuðning frá ýmsum aðilum til þess að standa straum af kostnaði. Meðal þeirra eru Orkubú Vestfjarða, Særaf, Víkurskálinn, Verkvest, Endurskoðun Vestfjarða og pólsku verslunarinnar Sam.

Alls taka átta lið þátt í mótinu. Eitt þeirra kemur frá Patreksfirði, Patro FC . Í því eru m.a. leikmenn frá Portúgal sem áður voru atvinnumenn í fútsal. Leikmenn Vestra mynda annað lið FC Vamos , FCUW er skipað námsmönnum við Háskólasetur Vestfjarða, 40+ er lið eldri leikmanna, þá eru , UMFB , ISO FC, SAM VERSLA TEAM og ST OMER TEAM.

Hægt er að fylgjast með keppninni og eru Vestfirðingar hvattir til þess að leggja leið sína í íþróttahúsið á laugardaginn.

uppfært 16:49.

DEILA