Flaug 9 hringi í Djúpinu

Skjáskot af hringsóli flugvélarinnar.

Flugvél Icelandair á leið til Ísafjarðar í gær þurfti að bíða færis til þess að lenda á Ísafjarðarflugvelli. Éljagangur var og skyggni slæmt þegar vestur var komið og greip flugstjórinn til þess ráðs að hringsóla í Djúpinu meðan beðið var eftir tækifæri til þess að fljúga inn Skutulsfjörðinn.

Eftir um 45 mínútur og 9 hringi var loksins hægt að lenda og komust farþegarnir því vestur fyrir jólin og urðu eðlilega því fegnir.

Horft út Skutulsfjörðinn í þann mund sem flugvélin er að fljúga inn fjörðinn. Mynd: Björn Davíðsson.

DEILA