Fjárlög: 75,5 m.kr. til björgunarskips á Flateyri

Hluti björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.

Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kemur fram að það er forgangsmál að tryggja kaup á björgunarskipi til Flateyrar en leita eftir samstarfi við Landsbjörg um kaup á tveimur til þremur björgunarskipum til viðbótar. Í frumvarpinu er 75,5 m.kr. framlag til kaupa á björgunarskipi til Flateyrar. „Mikilvægi þess að hafa í umsjón björgunarsveita öflugt björgunarskip kom vel í ljós í snjóflóði þar þegar flytja þurfti fólk og búnað sjóleiðina þegar samgöngur á landi brugðust. Meiri hlutinn bendir á að með breyttum atvinnuháttum, auknum strandveiðum, fiskeldi og stöðugri aukningu á farþegaflutningum á sjó er mikilvægt að bjargir á sjó við strendur landsins séu efldar“ segir í nefndarálitinu.

Meiri hlutinn beinir því til innanríkisráðherra að leita samstarfs við Landsbjörg um eflingu á sjóbúnaði björgunarsveita. Því leggur til meiri hlutinn til hækkun á framlagi um 70 m.kr. vegna björgunarskipa, annars vegar til að framlengja tímabundið samkomulag um greiðslur úr ríkissjóði til viðhalds og endurbóta á björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hins vegar til þess að efla sjóbúnað björgunarsveita.

DEILA