Engin svör um ráðningu lögreglustjóra

Karl Ingi Vilbergsson er til vinstri á myndinni og Birgir Jónasson til hægri. M

Engin svör fást í Dómsmálaráðuneytinu umráðningu lögreglustjóra fyrir umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Bæjarins besta hefur sent fyrirspurn um það hvenær vænta megi þess að af ráðningu verði og hvers vegna svo hefur dregist að ráða í starfið.

Búið er að auglýsa eftir umsóknum og sóttu sex um. Í byrjun nóvember fengust þau svör að að lengri tíma hefði tekið að setja ráðningarferlið í gang en gert var ráð fyrir og því stæði það enn yfir. „Nú er verið að taka viðtöl við alla umsækjendur og hæfnisnefnd á eftir að skila niðurstöðum. Vonumst er eftir því að þessu ljúki á næstu vikum“, sagði þá í svörum ráðuneytisins.

Þann 8. desember ályktaði félag lögfræðinga á Vestfjörðum um málið og undraðist að enn skuli ekki hafa verið skipað í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum um fjórum mánuðum eftir að sá sem síðast gegndi embættinu lét af störfum og benti auk þess á að ekki hefur verið löglærður fulltrúi við embættið um nokkurra mánaða skeið. Skoraði fundurinn á dómsmálaráðherra að skipa í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum sem allra fyrst.

DEILA