Byggðasafn Vestfjarða: 14% hækkun leigunnar

Horft yfir Neðastakaupstaðar-húsin. Mynd: Byggðasafn Vestfjarða.

Samkvæmt nýjum húsaleigusamningi Byggðasafns Vestfjarða við Ísafjarðarbæ greiðir safnið 538.669 kr á mánuði fyrir afnot af fjórum húseignum, Safnahús í Neðstakaupstað á Ísafirði (Jónshús) að undanskildu rými Upplýsingamiðstöðvar sem rekin er hluta úr ári, , Turnhús í Neðstakaupstað, Safnahús (eldsmiðja) í Neðstakaupstað og Slippur (spilhús) í Neðstakaupstað.

Í fyrri samningi greiddi Byggðasafnið 361 þúsund krónur á mánuði fyrir allt Safnahúsið á verðlagi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ var áður greitt 97.667 kr. á mánuði fyrir Turnhúsið og 13.500 fyrir eldsmiðjuna. Samkvæmt þessu hefur leigan hækkað um 66.000 kr. á mánuði eða um 14%.

DEILA