Bolungavíkurhöfn: 1.169 tonn í nóvember

Bolungavíkurhöfn í sumar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 1.169 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn í nóvembermánuði. Gert var út á botntroll, snurvoð og handfæri auk ígulkerjaveiða.

Togarinn Sirrý ÍS var að venju aflahæst með 432 tonn í 6 veiðiferðum. Þrír dragnótabátar lönduðu um 300 tonnum. Ásdís ÍS aflaði 160 tonn í 15 veiðiferðum, Þorlákur ÍS var með 101 tonn og Bárður SH 36 tonn.

Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS reru stíft í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 21 róður og landaði 212 tonnum og Jónína Brynja ÍS gerði getur og fór 22 róðra og aflaði 203 tonn.

Þá var Sjöfn SH á ígulkerjaveiðum og kom með 23 tonn úr 7 veiðiferðum. Loks var einn bátur á handfærum. Hjörtur Stapi ÍS fór tvo róðra og landaði 3,3 tonnum.

DEILA