Bílslysið á Hnífsdalsvegi:Þrír fluttir suður með sjúkravél

Þrír slasaðir voru fluttir suður með tveimur sjúkravélum eftir bílslysið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilrbigðisstofnunar Vestfjarða segir að tveir hafi verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar og að ekki sé útlit fyrir að þeir verði fluttir suður.

Gylfi segir að flugslysaæfing sem haldin var í haust á Ísafirði hafi sannað gildi sitt í gær. Samhæfing viðbragðsaðila hafi gengið vel og það hafi skipt gríðarlega miklu máli þegar á reyndi. Rýnifundur viðbraðgsaðila verður síðar í dag og á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða verður í næstu viku annar rýnifundur fyrir stofnunina.

DEILA