Bíldudalsvegur: þungatakmörkunum aflétt

Frá Bíldudalsvegi. Mynd: Fréttablaðið.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þeim þungatakmörkunum sem verið hafa á Bíldudalsvegi (63) hefur verið aflétt og er vegurinn nú í Viðauka II.

Í upplýsingum um færð á vegum á Vestfjörðum segir að snjóþekja sé m.a. á Þröskuldum, Kletthálsi og Súðavíkurhlíð, en hálka á flestum örðum leiðum.

DEILA