Andlát: Hörður Guðbjartsson

Látinn er á Ísafirði Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á nítugasta og fyrsta aldursári. Hörður var fæddur í Kjós í Grunnavíkurhreppi en fluttist ungur til Ísafjarðar og bjó þar alla tíð. Hann byrjaði ungur að starfa við sjósókn, fyrst við beitningu en svo á sjó. Hörður var skipstjóri á Guðbjarti ÍS allan þann tíma sem skipið var gert út á Ísafirði.

Eiginkona hans var Sigríður Jónsdóttir, en hún lést í fyrra. Þau áttu þrjú börn.

DEILA