Alþingi: vill hækka veiðigjald um 7 milljarða kr.

Eyjólfur Ármannsson, alþm. Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi situr í fjárlaganefnd og hefur hann lagt fram breytingartillögur við frumvarpið í 8 liðum.

Veiðigjaldið hækki um 7 milljarða kr.

Meðal tillagna hans er hækkun á veiðigjaldi á sjávarútvegsfyrirtæki um 7 milljarða króna. Tillagan er rökstudd á eftirfarandi veg:

„Sjávarauðlindin hefur tryggt okkur lífsviðurværi síðustu þúsund árin, og síðustu hundrað árin hefur hún fært okkur frá því að vera fátækasta ríki Evrópu í að vera eitt ríkasta samfélag heims. Í dag er staðan þannig að kvótakerfið hefur fært
stórútgerðinni einkaafnot af sjávarauðlindinni. Að nafninu til á að greiða fyrir afnot sjávarauðlindarinnar, en tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldinu duga ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Allt eru þetta mikilvægar stofnanir þegar kemur að nýtingu sjávarauðlindarinnar og öryggi úti á hafi. Það er með öllu óboðlegt að þjóðin fái ekki sanngjarnt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, þ.e. markaðsverð. Þjóðin hefur orðið af tugum milljarða króna á undanförnum árum vegna þess að gjaldið er allt of lágt.“

Bankaskattur hækki um 9 milljarða kr.

Þá leggur Eyjólfur til að bankaskattur verði hækkaður til fyrra horfs. Við það mundu tekjur ríkissjóðs hækka um 9 milljarða kr. á næsta ári segir í áliti hans við fjárlágafrumvarpið.

Fram kemur í áliti Eyjólfs að stóru viðskiptabankarnir þrír hafi skilað hagnaði upp á 60 milljarða kr. á fyrstu níu mánuðum ársins og að áÁstæðan fyrir þessum ofurhagnaði bankanna sé algjör skortur á samkeppni á bankamarkaði.

Jafnframt er lagt til að fella brott allar heimildir til þess að selja eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

DEILA