(90)210 Garðabær í Félagsheimilinu í Bolungarvík

Fjöllistahópurinn Rauða Klaustrið frumsýndi í gær leikritið (90)210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason í Félagsheimilinu í Bolungarvík.

Í leikhópnum eru : Dagný Björg Snorradóttir, Sóley Sigríður Júlía Frost, Sandra María Valsdóttir, Sigurvaldi Kári Björnsson, Dagur Emil Ingólfsson og Halldóra Aðalsteinsdóttir. Leikstjórar eru Sóley og Sigurvaldi.

Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.

Um er að ræða gamanleikrit sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. En næstu sýningar verða laugardag 3. desember kl. 20:00, sunnudag 4. desember kl. 16:00 og mánudag 5. desember kl. 20:00.

Að sögn frumsýningargesta var á ferðinni hin besta skemmtun og hrein ótrúlegt hvað þessu unga fólki tókst vel til með sýninguna.

DEILA