Vesturbyggð: kosið í nefndir

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kaus að nýju í síðustu viku í þrjár fastanefndir. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí síðastliðnum var ákveðið að framlengja um sinn kjör nefndafólks sem hafði verið í nefndunum síðustu fjögur ár þar sem til stóð að kjósa í heimastjórnir fyrir lok október.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri segir að nú sé ljóst að undirbúningur og kosning í heimastjórnir mun taka meiri tíma og muni frestast og var þá ákveðið að kjósa nýja nefndarmenn í nefndirnar.

Skipulags – og umhverfisráð skipa:
Jóhann Pétur Ágústsson
Barði Sæmundsson
Rebekka Hilmarsdóttir
Friðbjörg Matthíasdóttir
Ólafur Byron Kristjánsson

Menningar- og ferðamálaráð:
Ásgeir Sveinsson
Steinunn Sigmundsdóttir
Friðbjörn Steinar Ottósson
Hlynur Freyr Halldórsson
Anna Vilborg Rúnarsdóttir

Hafna- og atvinnumálaráð:
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Einar Helgason
Tryggvi Baldur Bjarnason
Valdimar Bernódus Ottósson
Jónína Helga Sigurðard. Berg

DEILA