Vestfirðir: krapi á heiðum

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum er útlit fyrir krapa seinnipartinn í dag, en kólnar með hríð í kvöld og nótt. NA 17-22 m/s og snjóbylur á morgun á þessum sömu heiðavegum. Skafrenningur verður og blint á Klettshálsi og eins hríð á Gemlufallsheiði.  

Þetta kemur ftam í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í morgun.

DEILA