Vegagerðin: Vandað til vegagerðar í Teigsskógi

Teigsskógur. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Vegagerðin hefur birt myndband um vegagerðina í Teigsskógi í Þorskafirði, þar sem framkvæmdunum er lýst. Lögð er áhersla á að minnka umhverfisáhrif vegarins um skóginn. Framkvæmdir hófust í sumar.

Haft er eftir Sigurþór Guðmundssyni, verkefnisstjóra að „Við ætlum að vanda okkur eins og hægt er að fara hér um þann fræga Teigsskóg. Helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan. Við viljum halda gróðri sem bestum og ná að endurheimta hann raunverulega,“ segir Sigurþór en það er gert með því að fletta um 20 cm ofan af gróðurtorfum og svarðalagi í vegstæðinu. Svarðalagið verður síðan endurnýtt með því að leggja það aftur út í vegkanta samhliða því sem vegurinn er byggður upp. „Við erum með Náttúrustofu Vestfjarða með okkur í liði í þessu og erum með vöktunaráætlun til næstu ára um framkvæmdina og árangurinn af endurheimtinni.“

https://www.youtube.com/watch?v=Jfr-QqTaMXQ
DEILA