Unnið að stofnun Velferðarþjónustu Vestfirðinga

Frá Fjórðungsþingi á Ísafirði vorið 2022. Mynd: aðsend.

Fulltrúar sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum hafa samþykkt að Fjórðungssamband Vestfirðinga gangi til samninga við KPMG um að kanna grundvöll fyrir og eftir atvikum setja á fót samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum undir
heitinu, Velferðarþjónustu Vestfirðinga sem sinni þjónustu við fatlað fólk, barnaverndarþjónustu og móttöku flóttafólks.

Kostnaður KPMG er áætlaður frá 4,5 m.kr. – 6 m.kr. og skiptist hann á milli sveitarfélaganna í samræmi við íbúatölu.

Fjórðungsþing sem haldið var á Patreksfirði í september síðastliðinn samþykkti að sveitarfélögin tækju upp nánara samstarfs á sviði velferðarmála í því skyni að nýta þekkingu, mannauð og samræma þjónustu við fólk eins og segir í ályktuninni. Nær samstarfið til barnaverndarmála, málefna fatlaðra og samræmdrar móttöku flóttamanna.

DEILA